Karolina Fund og Arion banki bjóða íCrowdfunding og FinTech spjall

23. Febrúar, 17:00 - 19:30, Arion banki, Borgartúni 19

Skráning á viðburð skráning á viðburð fer fram á facebook síðu viðburðarins

Dagskrá

Staða hópfjármögnunar og Fintech lausna í Evrópu.

Íslensku sprotafyrirtækin Karolina Fund og Meniga hafa verið að þróa Fintech lausnir fyrir aðila á borð við fjármálastofnanir og ríkisstjórnir. En hverju eru þessir aðilar að leita að? Hvers vegna eru bankar um allan heim að skipuleggja aðgerðir sem snúast annað hvort um að verja sig gegn Fintech lausnum eða að aðlaga sig og taka þátt í Fintech lausnum.

Hópfjármögnun hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Á Norðurlöndunum er markaðurinn að nálgast 10 milljarða króna árlega og árlegur vöxtur markaðarins hefur verið í kring um 100%.

Til þess að rýna í hvert þetta er að stefna ákváðum við að bjóða í spjall sem fer þannig fram að fyrst verða þrír stuttir fyrirlestrar og svo fjörugar pallborðsumræður sem salnum er boðið að taka þátt í með spurningum og innleggi.

Hverjir koma og hvað er að gerast?

Staðsetning

Atburðurinn verður haldin í húsnæði Arion banka í Borgartúni 19 þann 23. febrúar milli kl 17:00 - 19:30 og léttar veitingar í boði.

Arion BankiStaðsetning Arion Banka, Borgartúni 19, Reykjavík